Gereyðingarvopn ófundin

Punktar

Ekki hefur tekizt að finna nein gereyðingarvopn í Írak. Þarlendir vísindamenn, sem handteknir hafa verið, segja allir, að engin slík vopn hafi verið í landinu síðustu árin. Grunsamlegar tunnur reyndust hafa að geyma hefðbundinn áburð og kassi af hvítu dufti reyndist hafa að geyma hefðbundið sprengiefni. Menn spyrja, hvernig hin meintu gereyðingarvopn geti hafa verið ógnun við Bandaríkin, úr því að þau voru ekki notuð til að verjast innrásinni og hafa ekki fundizt enn. Svo virðist sem Bandaríkin hafi nú ekki aðra leið í málinu en þá, sem hér hefur áður verið bent á, að koma gereyðingarvopnum fyrir í Írak og þykjast síðan finna þau.