Gera fátækum kleift að lifa

Punktar

Ekki er ég hissa á, að Sósíalistar hafni aðild að meirihluta „Thatcher-light“ í Reykjavík. Flokkurinn vill aðgerðir í þágu fátækra, sem menntaða millistéttin telur ekki vera til. Hann getur því látið svipuna rífa í bakið á Dagsliðinu. Píratar fóru hina leiðina, að vera memm. Þeir hafa náð fram ýmsum breytingum, svo sem opnari stjórnsýslu. Þessar leiðir hafa kosti og galla, að vera memm og ekki vera memm. Borgin verður nú að efla smíði ódýrra íbúða með lægri kostnaði, sem fellur til, áður en hafizt er handa. Minnka áherzlu á þéttingu byggðar, er verður alltaf dýr. Draga úr dýrum kröfum um frágang íbúða. Gera fátækum kleift að lifa.