Geldingafell

Frá fjallakofanum Egilsseli við Kollumúlavatn um Geldingafell og Eyjabakka að Glúmsstaðaseli í Fljótsdal.

Eyjabakkar eru stjarna þessarar leiðar, víðáttumiklir flóar með margvíslegum gróðri. Þeir eru ófærir hestum, þegar utar dregur.

Förum frá Egilssel norður Víðidal og síðan norðvestur Víðidalsdrög með Hnútu að vestanverðu. Úr dalbotninum förum við beint norður á Leiðaröxl og Marköldu. Þar sveigjum við beint vestur að fjallaskálanum í Geldingafelli. Frá skálanum förum við norðnorðvestur um Múlahraun að Eyjabökkum. Förum norður Eyjabakka og norðvestur meðfram Jökulsá í Fljótsdal um Hrakströnd og síðan út með Jökulsá að austan. Leiðinni lýkur við Glúmsstaðasel í Fljótsdal. Þaðan er stutt að þjóðvegi 934 um Fljótsdal.

36,8 km
Austfirðir

Skálar:
Hrakstrandarkofi: N64 50.851 W15 23.221.
Geldingafell: N64 41.682 W15 21.690.
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Aðalbólsleið, Sauðárvatn, Egilssel, Illikambur, Hofsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins