Geldingadragi

Frá Ferstiklu við Hvalfjörð um Geldingadraga að Drageyri í Skorradal.

Þessa leið nefnir Konrad Maurer Hálsveg, fór hana 1858. Um Geldingadraga lá gamla póstleiðin norður í land yfir Andakílsá á brú skammt frá Skorradalsvatni, um Hestháls að Hvítárbrú. Hörður hólmverji og Geir Grímsson fóru eftir jól ásamt fjörutíu manns um Álftaskarð og Svínadal og þaðan í Skorradal. Þeir leyndust um daginn en fóru til sauðahúsa um nóttina. Þaðan ráku þeir áttatíu geldinga sem Indriði átti uppi hjá Vatni. Er þeir nálguðust Geldingadraga brast á aftakaveður með snjókomu. Forustusauðirnir mæddust og vildi Geir þá hætta við allt saman. Hörður tók þá forustusauðina í sitt hvora hendi og dró þá upp Geldingadraga. Þannig er komið nafn heiðarinnar.

Förum frá Ferstiklu með þjóðvegi 520 alla leið að Drageyri.

14,1 km
Borgarfjörður-Mýrar

Bílvegur

Nálægar leiðir: Grafardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort