Geitaskarð

Frá Geitaskarði í Langadal um Geitaskarð í Laxárdal.

Upp frá Geitaskarði er um 300 metra brekka upp í skarðið. Eyðibýlið Skarðssel eða Holtstaðasel er í miðju skarðinu. Geitaskarð hefur verið stórbýli frá fornu fari. Þar hafa búið tólf sýslumenn.

Förum frá Geitaskarði norðaustur upp í Geitaskarð í 380 metra hæð og síðan norðaustur um skarðið til Laxárdals.

7,8 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Laxárdalur, Kirkjuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort