Við fáum fyrir hjartað í hvert sinn sem bankastjóri kemur frá útlöndum á kvöldfund með forsætis. Í hvert sinn, sem Geir segir, að þeir hafi verið að fjalla um enska boltann. Þetta minnir okkur á, þegar ráðamenn Glitnis fóru á kvöldfund til forsætis. Þegar Björgólfur Thor fór til hans að tala um enska boltann, sögðum við: Er Landsbankinn líka að fara á hausinn? Þegar Sigurður Einarsson fór til hans að tala um enska boltann, sögðum við: Nú er Kaupþing loks gjaldþrota. Enginn kemur til Geirs nema vera talinn fallít. Heimsóknir til hans fella gengi fyrirtækja. Enginn treystir orðum Geirs.