Ríkisstjórn Geirs Haarde bauð Bretlandi 6% vexti á IceSave skuldinni. Kemur fram í pósti bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, sem Wikileaks hefur birt. Bretar buðu 13,5% stjarnfræðilega vexti og gagntilboð Geirs var mun hærra en núverandi IceSave samningur. Margir geta gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir dapra framgöngu í IceSave, en Sjálfstæðisflokkurinn getur það ekki. Núverandi formaður Flokksins var þingflokksformaður Geirs á þeim tíma. Þingflokkurinn er að hálfu skipaður draugum frá tíma Geirs. Sjálfstæðisflokkurinn var 8. október 2008 reiðubúinn að borga allt IceSave og þar á ofan 6% okurvexti.
