Geir getur þetta ekki

Punktar

Geir Haarde getur þetta ekki. Getur ekki einu sinni rekið Davíð Oddsson hryðjuverkamann. Geir kemur daglega í sjónvarp og fer með sömu rullu. Dag eftir dag biður hann fólk að taka ekki fé úr bönkum. Allt muni fara á betri veg. Sama dag fer allt á verri veg. Stundum hefur hann Björgvin Sigurðsson með sér, sem bullar silkimjúkt í síbylju. Treystið mér, segja sölumenn snákaolíu. Hvorugur vekur traust. Fólk vill losna við Seðlabankastjórana og fjármálaeftirlitið, fá nýja forstjóra í banka, ekki gamla yfirmenn þeirra. Vill kyrrsetja eignir flúinna víkinga. Vill eitthvað annað en áfallahjálp.