Geir er of seinfær

Punktar

Ríkisstjórnin er þáttur í vítahringnum, sem gerði kreppuna svona hrikalega. Hún var til skamms tíma í algerri afneitun og er það raunar enn. Fjöldi manns sagði henni í vor og sumar að taka risastórt gjaldeyrislán. Þá var krónan einhvers virði. Nú er hún verðlaus og ríkisstjórnin þarf að sæta afarkostum, þegar hún tekur gjaldeyrislán. Hún verður að taka lánið, hvað sem það kostar. Allir vita það nema Geir Haarde. Kostnaðurinn við lánið er herkostnaður þjóðarinnar af forsætisráðherra, sem getur ekki ákveðið sig og vonar bara það bezta. Á tímum hamfara dugar Geir ekki sem forsætisráðherra.