Geir er Flokkurinn

Punktar

Sigurður Líndal prófessor segir í Fréttablaðinu í dag, að Geir Haarde hafi ekki rökstutt fullyrðingar sínar um pólitískan úrskurð Landsdóms. Orð Geirs séu bara kappræða og merkingarlaust rökþrot. Sigurður vekur líka athygli á sveiflum í viðbrögðum Geirs. Annað veifið hrósi hann 95% sigri, hitt veifið helli hann úr skálum reiði sinnar. Aðrir álitsgjafar benda á, að Geir hafi ekki sýnt neina iðrun, heldur rífi bara kjaft. Allt þetta sýnir, að hann er hinn dæmigerði sjálfstæðismaður. Hinn dæmdi Geir er Flokkurinn í hnotskurn, ábyrgðarlaus og merkingarlaus síkjaftamaskína á gráu svæði á jaðri lögbrota.