Gegnheilir skúrkar

Punktar

Björgólfsfeðgar fengu fjölmiðlunga til að ljúga, að þeir væru meðal ríkustu manna heims. Aurasnobbar féllu fram á hné og tilbáðu þá. Geir Haarde leitaði ráða yngri feðgans að eigin sögn. Lánastofnanir og lífeyrissjóðir lánuðu þeim kruss og þvers. Spurðu ekki einu sinni, hvers vega svo rosalega ríkir menn þyrftu lán. Þannig eignuðust Björgólfsfeðgar Landsbankann án þess að borga krónu. Greiddu sér síðan út kaupverðið í formi arðs. Samt endurgreiddu þeir ekki, heldur skulda lánin enn. Heimta nú helmings afslátt af skuldinni í Kaupþingi. Neita að endurgreiða lífeyrissjóðum krónu. Gegnheilir skúrkar.