Ríkisstjórnin hefur svikið loforð sitt um þjóðareign sjávarauðlinda. Svikið eigin stjórnarsáttmála um þjóðareign og mannréttindi. Eftir heil þrjú ár í endalausu japli, jamli og fuðri er komið fram frumvarp Steingríms, er svíkur öll meginatriði sáttmálans. Samt hefur fyrning kvóta og þjóðareign auðlinda rúmlega 70% fylgi þjóðarinnar í könnunum. Þessi meirihluti vill innkalla veiðiheimildir, endurúthluta þeim á jafnréttisgrundvelli gegn markaðsverði. Þetta er ekki flókið og umboð til aðgerða er ljóst. Samt skelfur Steingrímur af ótta við kvótagreifana. Hann og ríkisstjórnin eiga að segja af sér strax.
