„Geggjun“ í greiðslumiðlun

Punktar

Kortafyrirtæki eru óstjórnlega dýr milliliður í viðskiptum, skólabókardæmi um íslenzkan markaðsbúskap. Búið er til skrímsli utan um einfaldan þátt daglegra viðskipta. Kostnaðurinn fer út í verðlagið og veldur okkur nokkurra prósenta hækkun á vöruverði. Fyrir utan þennan veltutengda kostnað greiða neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Þetta er hrein geggjun“, segir Gylfi Magnússon hagfræðingur. Bendir á, að kostur sé á miklu ódýrari greiðslumiðlun en þessari. Losnað hefur um málbeinið á Gylfa síðan hann lét af ráðherradómi. Lætur ýmsa aðila heyra það á fésbókinni, Hagstofuna og Isavia jafnt sem Viðskiptaráð.