Fjármálaeftirlitið vék Kristjáni Óskarssyni úr skilanefnd Glitnis vegna fortíðar hans hjá bankanum. Ekki vegna skorts hans á hæfileikum. Skilanfndin svaraði með því að ráða Kristján sem framkvæmdastjóra sinn. Skilaboðin eru skýr. Skilanefndin gefur skít í Fjármálaeftirlitið. Hún segir Kristján afar hæfan. Það er ekki kjarni málsins við núverandi aðstæður. Þær segja, að ekki sé viðeigandi, að Kristján sé í brunaliðinu. Því miður lúffaði eftirlitið og segist ekki líta á málið sem ögrun. Allir aðrir líta á það sem ögrun. Af því að hún tókst, hefur Fjármálaeftirlitð verið niðurlægt í augum almennings.