Gefa ekki tommu eftir

Punktar

Japan hefur snúizt á sveif með Evrópu í umhverfismálum. Þau vilja takmarka hlýnun jarðar um 2% og auka orkunýtni um 20% fyrir árið 2020. Tony Blair í Bretlandi og Angela Merkel í Þýzkalandi hafa árangurslaust reynt að selja George W. Bush þessa stefnu. Á fundi áttveldanna í Heiligendamm eftir tvær vikur munu Bandaríkin hafna öllum tillögum um verndun andrúmsloftsins. Ráðamenn Evrópu eru að vonum súrir. Þjóðverjar hóta að beita neitunarvaldi gegn öðrum tillögum áttveldafundarins. Einangruð Bandaríkin gefa samt ekki tommu eftir, enda er Evrópa vön að gefast upp, þegar að hörkunni kemur.