Geðveikt bílahatur

Punktar

Hatur borgarstjórnar á einkabílum keyrir um þverbak. Nú er ráðgert að brjóta bílskúra til að rýma fyrir íbúðarhúsum. Þétting byggðar er orðin að martröð í miðbænum. Háhýsum er troðið í eðlisfögur smáhúsahverfi, eins og Skuggahverfi, Bráðræðisholt og Nýlendugötuhverfið. Víðast er gert ráð fyrir of fáum stæðum og að láta nýjan stæðavanda flæða um allt í gömlum hverfum. Það er pólitík að reyna að laða fólk upp í strætó eða upp á reiðhjól. En það er hrein geðbilun að reyna að þvinga fólk með illu út úr einkabílum. Geðveika þéttingu byggðar í Reykjavík þarf að stöðva strax. Og ekki síðar en í kosningunum í lok maí.