Geðveika drottningin

Punktar

Ef fjölmiðlar hefðu verið gefnir út í Undralandi, hefði Lísa á hverjum morgni fengið fréttir af því, að geðveika drottningin hafi orðið reið út af höfnun Kanada á aðild að stríði við Írak, ofsareið út af undankomu fjölskyldna írakskra ráðamanna til Sýrlands, og gengið af göflunum út af andstöðu Frakklands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fjölmiðlar Undralands hefðu flutt fréttir af því, að geðveika drottningin ógnaði Kanada, hótaði Sýrlandi öllu illu og heimtaði sí og æ, að Frakklandi yrði refsað. Reiði og refsing voru alfa og ómega geðveiku drottningarinnar. Bandaríkin eru Undraland nútímans og George W. Bush er geðveika drottningin.