Gatslitið öryggisnet

Punktar

Í ágætri úttekt Gunnars Smára í Fréttatímanum kemur fram, að samtals séum við 140 milljörðum á ári neðan við norræna velferð. Til viðbótar upplýsingum Kára Stefánssonar um 45 milljarða skort í heilsu kemur 95 milljarða skortur vegna gamlingja, barna, foreldra og öryrkja. Íslenzka öryggisnetið er miklu veikara en það norræna. Samt eru þjóðartekjur á mann hér eins og á norðurlöndum. Erum ekki á norrænni línu, heldur milli hennar og bandarískrar línu. Upplýsingarnar eru frá Nomesco, sem er gagnagrunnur hagtölunefndar Norðurlandaráðs. Engin furða er, að ungt barnafólk flýi vonleysið hér til mannsæmandi lífs í Noregi.