Garðyrkjumenn falsa stimpla

Punktar

Einbeitt er fölsunarárátta garðyrkjubænda. Löngum hafa þeir stimplað vöru sína „vistvæna landbúnaðarafurð“. Þær hafa samt aldrei verið neitt vistvænar. Ekki hafa þær verið vottaðar sem slíkar og eru ekki. Enda er vottunarkerfið ekki til. Nú hafa þeir bætt um betur og stimpla vöru sína „lífrænar varnir við ræktun“. Hafa þó enga vottun um slíkt. Stimpillinn er í báðum tilvikum hugarsmíð garðyrkjubænda. Fylgir engri vottun óháðs aðila. Garðyrkjubændur vita hins vegar, að vistvænt er vinsælt og lífrænt enn vinsælla. Halda, að neytendur séu nytsamleg fífl og kannski eru þeir það. Því sé bezt að ljúga.