Gandhi og Friedman

Punktar

Ég fór að ráði Óla Björns Kárasonar og tók pólitíska sannfæringarprófið á vefnum. Þar svaraði ég ótal spurningum og var staðsettur á tvívíðum fleti með fjórum höfuðáttum. Annar ásinn var hægri – vinstri, hinn ásinn var valdshyggja – frjálshyggja. Allar helztu stjórnir Evrópu árið 2006 hafa þar verið staðsettar í hægri valdshyggjufjórðungi, þar sem fyrir voru Hitler og Thatcher. Það þótti mér merkilegt. Ég mældist hins vegar hvorki til hægri né vinstri, heldur á miðjunni. En langt úti á róttæka frjálshyggjukantinum, óralangt frá öllum hugmyndafræðingum. Nema kannski Gandhi og Friedman.