Gamla vinstrið frosið

Punktar

Samfylkingin og Vinstri græn þurfa naflaskoðun. Hafa sama fylgi í könnunum og í síðustu kosningum, þrátt fyrir ógnarstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar. Fátækt og ójöfnuður vaxa hraðar en nokkru sinni, en samt er fylgi Sf og VG frosið. Þeir hafa ekki lengur aðdráttarafl á kjósendur á lausagangi. Flokkarnir eru leifar frá fyrri tíð. Fylgi Bjartrar framtíðar jókst um helming á sama tíma og fylgi Pírata tvöfaldaðist. Þessir tveir flokkar virðast hafa aðdráttarafl á leitandi kjósendur. Björt framtíð á það samt sameiginlegt með Samfylkingunni að telja dagana fram að stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis. Píratar eru skásta vonin.