Gamla og nýja hægrið faðmast

Punktar

Í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis hefur náðst meirihluti um afar mikla kjaraskerðingu þúsunda. Lífeyrisframvarp Bjarna Benediktsson snýst öðrum þræði um jöfnun lífeyrisréttinda. En það nær þeim árangri með því að jafna niður á við, skerða kjörin. Þingmennirnir Benedikt Jóhannesson, Sigríður Á. Andersen, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir og Vilhjálmur Bjarnason eru sammála um þetta. Það er meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Engin sátt er í samfélaginu um lög, sem vísa til afturhalds- ríkisstjórnar eftir áramót. Gamla og nýja hægrið fallast í faðma. Fyrirsjáanlegt.