Þyngstu mistök ríkisstjórnarinnar urðu í upphafi, þegar endurreistum bönkum var hleypt í gang án siðvæðingar. Þeir voru bara settir í gang á gömlu rugli gömlu bankanna. Nýir banksterar tóku við af gömlum. Bankaleynd hélt áfram að vera heilög ritning. Græðgisliðið hélt áfram ofurlaunum fyrri tíma. Mismunum hélt áfram, almennir skuldarar voru ofsóttir, en bófunum hossað. Þeim voru afhent til ráðstöfunar fyrirtæki, sem þeir höfðu sett á hausinn. Höfundur þessa stórslyss var Gylfi Magnússon bankaráðherra. Ríkisstjórnin losaði sig við hann, guði sé lof, en skaðinn var skeður. Og reiði fólks slotar ekki.