Gamaldags pólitíkus

Punktar

Lilja Mósesdóttir hefur áttað sig á takmörkum eins manns flokka og segist ekki vilja vera formaður Samstöðu. Flokknum hefur gengið illa í könnunum eftir mikinn stuðning í upphafi. Lilja kennir opinberum fjárstuðningi við gömlu flokkanna og áhugaleysi fjölmiðla um þróunina. Ég held hins vegar, að Lilja hafi aldrei skilið breytingar á miðlun upplýsinga. Fjölmiðlun er smám saman að víkja fyrir fámiðlun á vefnum, í bloggi, fésbók, tísti og svo framvegis. Hún og flokkur hennar hafa því ekkert nýtt sér færi fámiðlunar. Lilja er gamaldags pólitíkus, sem strikar aðra en jámenn út af fésbók sinni.