Galtafellsleið

Frá Núpstúni að Hruna í Hrunamannahreppi.

Þetta var áður þjóðleið til Flúða og jafnvel farin á bílum í upphafi bílaaldar. Nú er ekki lengur ekið með austurhlið dalsins, heldur vesturhlið hans frá Galtafelli að Miðfelli og þaðan til Flúða. Frá Galtafelli er Einar Jónsson myndhöggvari.

Förum frá Núpstúni með fjallsrótum Núpstúnskistu og Galtafells, framhjá Smárahlíð og Galtafelli, og áfram norður með vesturhlíðum Galtafells að sumarbústöðum í Selholti. Förum þar eftir vegi vestur að þjóðvegi 344. Förum norðaustur með þeim vegi að þverleið til Hruna.

8,9 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Litla-Laxá.
Nálægar leiðir: Sólheimar, Stóru-Laxárvað, Hrunamannahreppur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort