Galin þjóð styður Flokkinn

Punktar

Þjóðin er galin, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. 30% kjósenda styðja sjálfan hrunflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn færði okkur IceSave og stóra bankaránið í fyrrasumar. Færði okkur Davíð Oddsson og gjaldþrot Seðlabankans, Geir Haarde og verðmætabrennslu í peningamarkaðssjóðum. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem færði okkur frjálshyggju og græðgisvæðingu, einkavinavæðingu og skort á eftirlitsiðnaði í fjármálum. Færði okkur nýjan flokksformann, sem var þingflokksformaður í hruninu. Færði okkur varaformann í mynd kúlulánadrottningar. Þjóð, sem styður Flokkinn, er vissulega galin.