Gáið að ykkur

Punktar

Oftar en áður kemur í ljós, að fólk er andvaralaust um verndun einkamála sinna. Konur fækka fötum í hvelli, þegar þær sjá símamyndavél. Verða síðan hissa og jafnvel reiðar, þegar myndirnar birtast á samskiptamiðlum. Nú er fólk að lýsa undrun sinni yfir eignarhaldi Facebook á innihaldinu. Hélt fólk, að Zuckerberg gerði fésbókina frítt? Eða að Google sé mannvinur? Ég er því ekki hissa, þótt fólk geri tóma vitleysu í kjörklefanum. Fólk þarf að gá að sér á almannafæri, þar á meðal í sturtuklefum og samskiptamiðlum. Er eitthvað uppi á fésbókarvegg þínum, sem þú vilt ekki, að fari lengra? Hugsaðu: Hver er sinnar gæfu smiður.