Gagnslausar kannanir

Punktar

Við þurfum enga skoðanakönnun til að segja okkur, hvað meirihlutanum finnst um Evrópusambandið. Meirihlutinn vill halda áfram viðræðum og ljúka þeim. Meirihlutinn vill síðan þjóðaratkvæði um útkomuna. Meirihlutinn vill fella aðild í þessu þjóðaratkvæði. Þetta þrennt vitum við öll, þótt öfgamenn til beggja átta birti pantaðar tölur frá Capacent og MMR. Pantaðar kannanir um einstaka þætti málsins eru lítils virði, oft með leiðandi texta viðkomandi öfgahóps. Taktu ekki mark á neinum slíkum könnunum, hvort sem þér geðjast fremur að öðrum öfgahópnum heldur en hinum. Heilbrigð skynsemi er farsælli.