Gagnheiði eystri

Frá Háafossi á Fjarðarheiði um Gagnheiði til Háuhlíðar á Mjóafjarðarheiði.

Léttara er að fara frá Efri-Staf af þjóðvegi 93, fremur en hjá Háafossi, því að þá losnar maður við bratta brekku í Múla. Þá er leiðin 6,4 km.

Fyrr á öldum fóru Seyðfirðingar þessa leið til Reyðarfjarðar.

Byrjum við þjóðveg 93 á Fjarðarheiði við Háafoss efst í brekkunum vestan Seyðisfjarðar. Förum til suðurs fyrir vestan norðurenda Endahnjúks og áfram upp á Gagnheiði, mest í 900 metra hæð. Þaðan til suðurs fyrir vestan Innri-Þverártind og suður með Barnám að þjóðvegi 953 á Mjóafjarðarheiði við Háuhlíðar efst í brekkunum vestur af Mjóafirði.

6,4 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Drangaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins