Gáfaðir tölvuleikir

Punktar

Börn og unglingar fá hærri gáfnavísitölu af tölvuleikjum. Þar þarf að taka snöggar ákvarðanir, setja upp langtímaáætlanir og geta skilið sögur innan í öðrum sögum. Tölvuleikir hafa orðið flóknir og þjálfa hugann á öflugan hátt. Hefðbundinn bóklestur kallar á línulaga hugsun, en tölvuleikir kalla á nethugsun. Fólk lærir að leysa þrautir, hugsa á óhlutbundinn hátt, sjá mynztur og skilja rúmfræðileg rök. Leikirnir kenna fólki að spá í umhverfið og prófa ýmsar leiðir að marki. Heilinn er alltaf að undirbúa komu á annað og hærra borð í leiknum. Tölvuleikir eru ekki með öllu neikvæðir.