Gæzluvarðhald og eignafrysting

Punktar

Væri hér réttarríki, kæmi saksóknari forstjóra Lýsingar í gæzluvarðhald og legði hald á eignir félagsins. Til að tryggja, að peningar verði til, þegar endurgreiða þarf lántökum. Lýsing tefur nefnilega framgang réttvísinnar með því að neita að endurgreiða. Segir nýjan dóm Hæstaréttar ekki gilda um sig. Segir þó ekki, hvernig lánssamningar sínir séu öðruvísi en lánssamningar annarra. Þetta er forsmekkur af gangi mála, þegar framferði lánastofnana fyrir hrun kemur fyrir dómstóla. Menn reyna í Bónus-stíl að tefja málin árum saman. Réttvísin hér á landi er svo götótt, að hér er alls ekki réttarríki.