Eitt af stórfenglegri uppboðum síðari ára hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Forustumenn Alþýðuflokkslns hafa gengið milli manna og boðið Alþýðublaðið og þjónustu þuss til sölu.
Alþýðuflokkurinn er hættur að vera marktækur stjórnmálaflokkur. Annars vegar er fylgið þorrið og hins vegar eru skuldir á vegum flokksins orðnar svo hrikalegar, að meginverkefni forustunnar er orðið að breyta pólitískri aðstöðu flokksins í peninga.
Benedikt Gröndal sneri sér fyrst tíl Dagblaðsins og bauð því á leigu “frumburðarrétt” Alþýðublaðsins í Blaðaprenti, þar sem blað hans mundi hætta að koma út um áramót. Atti Alþýðuflokkurinn í staðinn að fá til afnota fjórar síður í Dagblaðínu og tuttugu milljónir á ári til að halda úti Alþýðublaðinu sem vikublaði.
Þessu neitaði Dagblaðið, enda kemur ekki til greina, að neinn flokkur fái að hafa afskipti af efni þess. Hins vegar bauðst Dagblaðið til að leigja prentunaraðstöðu Alþýðublaðsins á tíu mílljónír króna á ári, þar sem það hefði sparað blaðinu mikla fjárfestingu i eigin prentsmiðju.
Alþýðuflokkurinn leitaði næst tilboðs frá Tímamönnum, sem höfðu mikinn áhuga á að ná helmingi atkvæða i stjórn Blaðaprents. Með stuðningi Sambands íslenzkra samvínnufélaga gerðu þeir Benedikt tilboð í Alþýðublaðíð. Um einstaka liði þess eru upplýsingar ekki ljósar, en alténd var það ekki nógu hátt að mati foringja Alþýðuflokksins.
Mestum árangri náði Benedíkt Gröndal, þegar hann sneri sér til Vísis. Bílasalar Vísis samþykktu að bjóða í Alþýðublaðið það, sem upp var sett. Þeir voru fúsir til að greiða tuttugu milljónir króna á ári á þann hátt að standa undir taprekstri Alþýðublaðsins sem dagblaðs.
Í staðinn heimtuðu þeir, að Benedikt Gröndal sæi um, að aðlögunartími Dagblaðsins í Blaðaprenti yrði styttur svo hastarlega, að því tækist ekki að koma sér upp prentsmiðju í tæka tíð og yrði að hætta að koma út í nokkrar vikur. Þetta var ekki auðsótt og kom Alþýðublaðið ekki út í nokkra daga, unz Alþýðuflokkurinn samþykkti skilyrðið.
Af samningi Alþýðublaðsins og Vísis er ljóst, að Vísir getur haft töluverð áhrif á ritstjórn Alþýðublaðsins. Samstarfið byrjaði líka þjónustusamlega af hálfu Alþýðublaðsins. A föstudagínn nefndi Alþýðublaðið tólf sinnum nafn Vísis i leiðara og sagði leiðara hans “merkilegan” og “athyglisverðan”. Og á laugardaginn var nánast sama fyrirsögn á sama efni í leiðurum beggja blaðanna.
Enda dettur engum heilvita manni í hug, að peningavaldíð á Vísi vilji ekki fá eitthvað meira en lítið í staðinn fyrir tuttugu milljón króna framlag á ári.
Hinu stórfenglega uppboði lauk því í síðustu viku. Miklum fjárhagsáhyggjum var þá létt af Benedikt Gröndal uppboðshaldara, þegar hann sló hamrinum i borðið, fyrsta, annað og þriðja högg og tilkynnti, að Alþýðublaðið hefði verið selt hæstbjóðanda á tuttugu milljónir króna á ári.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið
