Fyrirvari um fæðubót

Megrun

Einn fyrirvara þarf að hafa á gagnsleysi fæðubótarefna. Sumt fólk býr við heilsubrest, sem kallar á lyf eða bannar tilgreind matvæli. Fólk með ofnæmi eða óþol þarf að forðast vissan mat og þarf kannski í staðinn að taka eitt eða fleiri fæðubótarefni. Að svo miklu leyti sem hægt er að líta á efnin sem náttúrulyf, geta þau komið að gagni við skilgreindar aðstæður. En sæmilega heilbrigt fólk án ofnæmis eða óþols þarf engin slík efni. Þar á ofan er rétt að efast um gagnsemi fæðubótarefna sem náttúrulyfja. Að baki fullyrðingum slíkum eru sjaldnast neinar viðurkenndar rannsóknir, sem standast kröfur.