Fyrirmyndar páfi

Punktar

Nýi páfinn er farinn að hreinsa til í Vatíkaninu, enda gamall útkastari á næturklúbbi. Franciscus flutti þrumandi ræðu um spillingu undirmanna sinna og hafði frumkvæði að friðarferli Kúbu og Bandaríkjanna. Hefur samt tíma til að sinna umhverfinu. Viðurkennir hlýnun jarðar og varar við henni. Er því kominn í andstöðu við bandaríska kardínála og pólitíkusa, sem afneita slíkum breytingum. Enda valda orð páfa óróa meðal þeirra, sem segja umhverfisvernd í mótsögn við biblíuna. Franciscus páfi er Argentínumaður. Í hópi suðuramerískra preláta, sem vilja, að kirkjan falli frá fylgispekt við auðbófa og fari að hugsa um fátæka.