Fyrirmynd annarra

Punktar

Robert Kuttner segir í Boston Globe, að Evrópa sé það, sem þriðji heimurinn líti upp til, ekki til Bandaríkjanna. Í Evrópu sé félagsleg velferð, almenn heilsugæzla og ellilaun, dagheimili fyrir börn, almennar kosningar, sem ekki er stýrt af peningaöflum, minni hernaðarandi og minni fátækt, meiri hamingja. Hann bendir á, að 80% Vestur-Evrópubúa lifi betra lífi en 80% Bandaríkjamanna, af því að misskipting auðsins sé minni í Evrópu. Við sjáum nú þegar, að Austur-Evrópa er farin að líta meira til Vestur-Evrópu en til Bandaríkjanna og sama er að segja um þriðja heiminn.