Fyrirlestur verður samtal

Fjölmiðlun

Blaðamennska er ekki lengur fyrirlestur blaðamanns, heldur samtal hans við fólk. Í tvær aldir voru blaðamenn milligöngumenn þjóðfélagsins gagnvart valdinu. Það var fulltrúaræði. En í raun var prentfrelsi frelsi þeirra, sem áttu prentvél eða sjónvarpssenda. Viðskiptahagsmunir réðu að tjaldabaki, ekki lögmál blaðamennsku. Með tilkomu vefsins eiga allir prentvél, sem eiga tölvu. Borgaraleg blaðamennska eða þáttöku-blaðamennska er í burðarliðnum. Það er upplýsingabylting. Blog, podcast, wikinews, digg og googlenews fylla upp í eyður hefðbundinnar blaðamennsku, sem er úr samhengi við samfélagið.