Fyrirlestrar og samtöl

Punktar

Enn hef ég ekki opnað heimasíðuna fyrir viðbrögðum annarra. Samt á slíkt að vera þáttur í nýmiðluninni. Hún er sögð eiga að vera samtal frekar en fyrirlestur. Ég er hins vegar gamaldags. Hef aldrei séð neitt gagn í að lesa viðbrögð neðan við fréttir eða blogg. Ég er líka hræddur við, að menn setji þar inn orðbragð og leiðindi. Ég vil gjarna vera skammaður af fólki, sem ég tek mark á. Það fólk getur tekið mig í bakaríið á sínum heimasíðum. Nafnlaust fólk og leiðindatröll þoli ég hins vegar ekki. Því verður bið á, að ég breyti heimasíðunni úr gamaldags fyrirlestri í nýmóðins samtal.