Fyndni seðlabanka-gaurinn

Punktar

Eiríkur Guðason staðfesti í viðtali við Pressuna, að hann er úti að aka. Fyrrverandi seðlabankastjórinn sagði lántakendur gengistryggðra lána hafa átt að vita um ólögmæti þeirra. Firra er að halda fram, að almenningur eigi að vera heima í orðhenglum í afkimum lánasamninga. Dró svo í land. Fyndni gaurinn var seðlabankastjóri í hruninu, að vísu ekki aðal. Gott dæmi um, að kerfið er fullt af fólki, sem er óhæft til allra verka. Vegna fámennis þjóðarinnar verða margir póstar volæðislega skipaðir. Því er betra fyrir okkur að taka upp evrópskar reglur, evruna og aðild að Evrópusambandinu.