Fylking andverðleika

Punktar

Lögreglustjórinn í Reykjavík telur sig ekki brjóta lög, ef hún man ekki lögin. Var bara „ekki studd viðhlítandi heimild“. Því brýtur hún aldrei lög, sama hvað hún gerir. Sérsveit lögreglunnar kynnir sér ekki verklagsreglur sínar og skýtur geðsjúkling til bana. Formaður landssambands lögreglumanna telur lögreglumenn aldrei brjóta af sér, þótt þeir séu dæmdir í Hæstarétti. Ríkislögreglustjórinn er svo vænisjúkur, að hann stekkur upp frá súpunni, þegar ég birtist á Holti. Teljið þið, að einhver þessara andverðleikamanna sé hæfur að höndla forvirkar njósnir um borgarana og að höndla forvirkan heilaþvott á meintum rugludöllum?