Fylgisleysið háir ekki

Punktar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið niður fyrir 25% í skoðanakönnunum. Í krafti þessa minnihluta fara bófarnir með stjórn landsins. Nota tvo lamaða flokka sem hækjur. Helmingur af tapi Flokksins fór yfir á lömuðu flokkana. Helztu flokkar stjórnarandstöðunnar hafa óbreytt fylgi. Almennt er fylgi flokka ótrúlega traust könnun eftir könnun. Ekkert bannar bófaflokknum að stjórna landinu áfram næstu þrjú árin í skjóli 27% fylgis stjórnarinnar. Minni stuðningur hefur held ég ekki mælst við ríkisstjórn. Flest verður ógæfu Íslendinga að vopni. Stjórnin heldur ró sinni, gerir fátt annað en ýta inn einkavinavæðingu og hlaða undir greifa.