Fylgisleysi og fé

Punktar

Nú þarf að fylgjast með, hve miklum peningum fylgislausi flokkurinn eyðir í kosningabaráttuna. Framsókn er eini flokkurinn, sem mánuði fyrir kjördag er kominn í grimma sjónvarpsherferð. Um leið þvælist hann fyrir gegnsæi í fjármálum flokka. Hann vill sízt allra flokka vestrænar leikreglur í pólitískum fjármálum. Hann hefur um margra ára skeið haft mest kosningafé allra flokka, meira en sjálft Íhaldið. Öllum má ljóst vera, að óheiðarlegt framsóknarsamband er milli peninga og flokks. Þótt kjósendur viti ekki, hvert þetta samband er, eiga þeir að sjá af herferðinni, að það er gerspillt.