Furðuleg gröf í Vísi

Fjölmiðlun

Lengi hef ég furðað mig á sumum gröfum í Vísi. Þau brjóta allar brýnustu reglur um grafagerð. Tímaás á alltaf að vera frá vinstri til hægri og magnás á að vera upp eftir magni. Tölur og lengd flata eiga að vera í samræmi. Graf í Vísi á miðvikudaginn um afbrotatíðni hafði tímaás frá hægri til vinstri. Skömmu áður birtist þar graf um fylgi flokka í könnunum. Hæð súlna var í engu samræmi við tölur. Um gröf gilda fræði, sem grafagerðarmenn læra í skólum. Hlutverk grafa er að varpa í sjónhendingu ljósi á mál, sem annars þarf að lesa í löngu máli. Villandi gröf fórna þessu hlutverki. Fjölmiðlum ber að hafa fagfólk í vinnu.