Furðu rólegt fylgi

Punktar

Þrátt fyrir hræringar í pólitík sýna skoðanakannanir svipaða stöðu og í síðustu borgarstjórnarkosningum. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn standa í stað, Píratar og Vinstri græn auka fylgið á kostnað Bjartrar framtíðar gnarrista. Nýir flokkar sýna ekki enn marktækt fylgi, helzt Miðflokkur Sigmundar Davíðs, en síður Flokkur fólks Ingu Sæland. Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í borginni með aðstoð Vinstri grænna, Viðreisnar og Miðflokks. Kúvending Vinstri grænna í landsmálum opnar fyrir þann kost. En vinni Samfylking og Píratar einn fulltrúa, er kominn tveggja flokka meirihluti. En hvar eru Sósíalistar Gunnars Smára?