Fullvalda Martin

Punktar

Af hverju reynir Gunnar Bragi Sveinsson að fórna fullveldi með TISA-samningum? Þeir fela í sér meira framsal en aðild að Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra streitist samt við þessa samninga, sem Evrópa er smám saman að leggjast gegn. Taugaveikluð andstaða hans við Evrópu er marklaus, þegar sá sami vill ganga enn lengra á öðrum vettvangi. TISA felur í sér framsal valds til risafyrirtækja. Felur í sér réttarstöðu þeirra til jafns við fullvalda ríki. Annað hvort er Gunnar Bragi svona fattlaus eða sjálfum sér ósamkvæmur. Kannski hann hafi af fávitaskap veitt Martin Eyjólfssyni sendifulltrúa réttarstöðu fullvalda ríkis.