Fullrædd þingmál

Punktar

Hvað þarf að tala lengi um eitt mál á Alþingi til að það teljist fullrætt? Ég tel ekkert mál svo flókið, að það sé ekki fullrætt á 24 klukkustundum. Enda sést, að þingmenn tala stíft um formsatriði á borð við fundarstjórn og fundartíma, en minna um málið sjálft. Ég tel ekki heldur, að þingmönnum beri að sitja í þingsal og hlusta, þegar menn þvaðra út um víðan völl í andsvörum við andsvör við andsvör. Slík umræða má gjarna fara fram á nóttunni. Heimild til stöðvunar umræðu og til atkvæðagreiðslu á að beita, þegar umræðutíminn er kominn í 24 tíma. Og halda ber þingfundi um nætur og helgar eftir þörfum.