Gordon Brown og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vilja, að íslenzka ríkið borgi brezkum sparifjáreigendum umfram lagalegar skuldbindingar. Gordon Brown rústaði stærsta banka Íslands í hefndarskyni. Nú segir Fréttablaðið, að hann frysti jafnvel gjaldeyristekjur sjávarútvegsins. Sjóðurinn á ekki að styðja tuddann í þessu. Sjóðurinn á ekki að gera kröfu til ríkisins á greiðslum fyrir einkafyrirtæki umfram lagalegar skuldbindingar. Að hann skuli nefna það sýnir, að hann er vestræn glæpastofnun, sem þjónar stóru körlunum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefnir að gjaldþroti Íslands.