Kjalarnes var frumskógur við landnám. Forfeðurnir gátu ekki komizt ferða sinna milli bæja fyrr en þeir höfðu rutt einstigi um skóginn. Samkvæmt fornsögum týndust húsdýr þeirra inn í frumskóginn og fundust ekki aftur. Þá hefur verið logn í skjóli trjánna. Með stækkun Reykjavíkur munu hús veita skjól, tré vaxa að nýju og vindar kyrrast. Aftur er komin umferðarteppa á nesið. Á sunnudaginn siluðust menn á gönguhraða um frumskóg bíla rétt eins og hinir fornu Kjalnesingar í skóginum. Meðan grafin eru veggöng í fáförnum óbyggðum hafa samgönguæðar höfuðborgarinnar stíflast án sérstaks tilefnis.
