Frumlegasti nýliðinn

Veitingar

Fór aftur á Mat & drykk í gamla Ellingsenhúsinu við Grandagarð. Tókst enn betur en áður. Gísli Matthías Auðunsson býr til þjóðkunna rétti í frumlegum Slow Food útgáfum. Harðfiskur (890 kr) var verkaður í nærri gegnsæjar þynnur og borinn fram með mysusýrðu smjöri og sölum, fyrirtaks forréttur. Á enn eftir að prófa þorsklifur og reyniberjasultu á kúmenkrydduðu laufabrauði (890 kr). Nýveiddur kræklingur í skel úr Breiðafirði (1890 kr) var öndvegis réttur, borinn fram í súpu úr sólseljusoði, með krömdum kartöflum til hliðar. Sem fyrr var bezt hin dúnmjúka skyrterta með bláberjum á hafrabotni með ídýfu frosinnar mysufroðu (1190 kr). Kleinur urðu spennandi með mysingskremi (990 kr). Frumlegasti nýliði veitingabransans.