Frumkristni pírata

Punktar

Píratar eru frumkristni nútímans. Komu sér upp heilagri ritningu, grunngildum pírata. Umhverfis heilaga ritningu eru ýmsir handhafar hennar, sem messa: „Eins og segir í grunngildunum“. Eða nefna jafnvel orðrétta kafla og vers. Þetta eru kirkjufeður nútímans. Flókinn nútími er metinn út frá túlkun hins heilaga orðs. Eins og sharia hjá íslam. Bráðum myndast kirkjudeildir, eins konar súnní, kaþólska, shia, orþódoxa og lúterska. Hugtök verða efni kirkjuþinga, eins og í Níkeu. Þar á meðal „frjálshyggja“, sem hefur eins margar merkingar og mælendur eru margir. Handhafar heilags orðs munu þar skilgreina villutrú og hreinsa út.