Frosti Sigurjónsson telur falsaðar undirskriftir á bænarskrá sinni bara vera 3000 talsins. Teitur Atlason ofurbloggari hefur samt komizt að raun um, að umsjónarmenn tölvuvinnslunnar tóku tvo mikilvæga öryggisloka Joomla 1.5 úr sambandi. Í fyrsta lagi fjarlægðu þeir sannreynslu með staðfestingarpósti (Core Design Petitions). Í öðru lagi fjarlægðu þeir bremsu á þáttöku forrita (Captcha). Fyrri glæpurinn hindrar fólk í að tékka á misnotkun nafna sinna. Síðari glæpurinn auðveldar bófum að nota forrit til að skófla sjálfvirkt inn nöfnum og kennitölum úr öðrum skrám. Markviss fölsun aðstandenda málsins.
